22. janúar 2009

Season 6 hafið

Kvöldið í gær var nokkuð spennandi. Vitandi af miklum mótmælum í bænum sátum við í hlýjunni og hófum tímabilið.

Mættir til leiks heima hjá Gauja voru ég, Gauti, Snorri, Gunni, Haukur B. og Kriz sem var í boði Gauja. Hann kemur hugsanlega í staðinn fyrir Hlyn þar sem við höfum kvatt hann með tárum.

Þetta byrjaði með B.O.B.U. sem sé bombu því Snorri fór All-in á fyrstu hendi ef ég man rétt. Gaui tók því svo Snorri féll út strax, en keypti sig svo aftur inn. Þá var ákveðið að rebuy verður framvegis leyft í lágmark 60 mínútur en annars 20 mínútum eftir að fyrsti dettur út.

Nú Gunni var ekkert heppnari þó svo að Svenni hafi ekki verið á staðnum og kláraði hann líka sinn aur mjög fljótt og keypti sig aftur inn. Snorri datt svo út aftur og keypti sig inn.

Gauti fær hins vegar þann heiður að vera fyrstur út á tímabilinu. Gunni varð næstur, svo Haukur B. og loks Snorri.

Mér tókst svo að fá Gauja All-in á móti mér og tók hann út og endaði hann því í 3ja sæti. Það voru því ég og nýliðinn Kriz sem kepptum um sigurinn og peninginn. Það fór allt mjög rólega af stað en svo kom að því að við fórum báðir All-in. Ég með Ás og sjöu á hendi en Kriz með Ás og Kóng. En svo kom floppið og þar var Ás, 10 og eitthvað rusl ef ég man rétt. Svo kom 10 og hér héldum við að einungis sjöa mundi bjarga mér og hún kom og við fórum að ganga frá. Ég tók sigurlaunin og Gaui fór á klósettið og uppgötvaði þar að auðvitað að tvær tíur í borði eru hærri en mínar sjöur svo ég þurfti að skila peningunum til baka hinn fúlasti og við spiluðum til loka, ég auðvitað með bara mjög fá chips eftir. Kriz tók þetta svo á endanum.

Þetta var svekkjandi fyrir mig að vinna og svo ekki vinna. Minnti dálítið á landsfund Framsóknarmanna, en rétt skal vera rétt.

Endilega kíkið á næstu mót. Ég raðaði þessu upp í stafrófsröð og auðvitað má víxla og breyta eftir vild.

Engin ummæli: