4. janúar 2009

Lokahóf

Ég sendi út smá skoðanakönnun fyrir jól eða áramótin og fáir svöruðu en þó 4 með mér. Þar kom í ljós að 75% vildu hafa lokahófið 17. janúar, en þar sem sá dagur er eiginlega frátekinn fyrir afmælisveislu tvöfalds meistara 3ja Para þá finnst mér við ekki geta haft það á þeim degi.

Persónulega finnst mér samt meira gaman að hafa lokamótið á þannig degi að við getum nú drukkið meira en venjulega. Því gætum við haft þetta á föstudegi. 9. eða 16. jan. eða fyrir þrettándaveislu Hjalta laugardaginn 10. jan.

Upp hefur komið uppástunga að lokamótið verði núna á miðvikudaginn. Ef meirihlutinn er hlyntur því þá tek ég því, en eins og fyrr segir fyndist mér meira gaman að hafa þetta á flöskudegi :)

En það þurfa helst flestir toppmennirnir að geta mætt á lokamótið og skemmtilegast að hafa sem flesta. Hlynur segist ekki geta mætt laugardaginn 10. jan, hvað með föstudagana sem um ræðir?

Endilega skrifið hvað ykkur finnst.

Hver er til í að halda mótið núna á miðvikudaginn og hverjir mæta pottþétt (fyrir utan mig)?

Þrándur kom með skemmtilega athugasemd fyrir lokahófið: Hver sá sem tekur út annan mann þarf að drekka einn bjór. Annars er refsing, 100 kr/mín þar til bjórinn er búinn.

8 ummæli:

-Hawk- sagði...

Ég mæti á miðvikudaginn.
Get mætt á lokahóf 9, 10 og 16 jan.
Vil helst hafa lokahóf á flöskudegi.

Gauti sagði...

ég get eiginlega ekki komið á miðvikudaginn 7. jan. Langar að hafa lokahóf um helgi

Thrandur sagði...

Ég get kannski haldið þetta á miðvikudaginn kemur, þarf að ráðfæra mig við konuna.

Ég kemst ekki heldur 10. jan, en ég held ég komist báða föstudagana.

Drekaflugan sagði...

ég kemst á miðvikudaginn en ekki laugardaginn 10.

Drekaflugan sagði...

er líklega upptekinn næsta föstudag en er laus þann næsta

Svenni sagði...

Ég er á sömu skoðun og haukur, þurfum að hafa lokahófið á fyrsta eða öðrum í flöskudegi. Ég get mætt báða næstu föstudaga en mér sýnist laugardagarnir vera algjörlega off. Hvenær fer Hlynur aftur til danmerkur, er föstudagurinn 16 ekki örugglega síðasti séns á að halda þetta?

-Hawk- sagði...

Jú eins og staðan er núna þá lítur út fyrir að Þrándur verði með mótið á miðvikudaginn og lokamótið föstudaginn 16. jan.

ALLIR SÁTTIR?

gaui sagði...

það hljómar fínt. Ég get líka haldið þetta ef þrándur verður í vegi Þrándar.