9. janúar 2009

Kvöld 9

Það var ágætis mæting heima hjá Þrándi á miðvikudaginn. Ásamt gestgjafa var ég, Gaui, Svenni, Haukur bró, Gunni og Snorri. Þetta byrjaði allt nokkuð rólega og leið þónokkur tími áður en einhver datt út. Það var Þrándur sem fyrst datt út og á þeim 20 mínútum sem mátti kaupa sig inn eftir það keyptu Gaui og Snorri sig einu sinni inn.

Nú buyin-ið hans Gauja dugði þó ekki til því hann datt fyrstur út og Snorri fylgdi í kjölfarið. Ég og Þrándur urðum svo næstir út og sátu Haukur bró, Svenni og Gunni eftir að keppa um stigin.

Gunni "óheppni" var alveg einstaklega óheppinn á móti Svenna "súper-heppna". Ég hef aldrei séð heppnari mann í Poker á einu kvöldi. Að fá fullt hús 3svar í röð á krap spil er nú bara met. Svo ofaná það þá fékk hann fullt hús með 7 og 2 á hendi og þar af leiðandi skuldar Gunni Svenna eitt stykki bjór.

Gunni "óheppni" datt því út í 3ja sætinu og bræður börðust um fyrsta sætið. Það gekk nokkuð hratt, því við Þrándur erum svo góðir í að gefa. Nú það þarf varla að segja annað en Svenni "heppni" til að þið vitið hver vann mótið.

Það er talað um meistaraheppni og það var það sem var í gangi á miðvikudaginn því með þessum sigri tryggði Svenni sér titilinn þetta tímabilið og óska ég honum til hamingju með það. Lokakvöldið verður því auðvelt fyrir hann, en ég ætla mér að vinna Gauja og ef Hlynur mætir þá verður hörkubarátta um annað sætið.

Lokakvöldið verður heima hjá Gauja föstudaginn 16. jan klukkan 19.00
Planið er að hafa eitt spil og svo kannski Partýsapil eða eitthvað eftir það.

1 ummæli:

Drekaflugan sagði...

Já, heppni spilar alltaf sitt hlutverk, stundum stórt, en hvað um það. Sven er vel að sigrinum kominn og til marks um hve fína spilamennsku hann hefur verið að sýna, þá ber þess að geta að hann endaði loks "in the money" á mótinu nú um helgina! Til hamingju með þetta!