22. janúar 2009

Season 6 hafið

Kvöldið í gær var nokkuð spennandi. Vitandi af miklum mótmælum í bænum sátum við í hlýjunni og hófum tímabilið.

Mættir til leiks heima hjá Gauja voru ég, Gauti, Snorri, Gunni, Haukur B. og Kriz sem var í boði Gauja. Hann kemur hugsanlega í staðinn fyrir Hlyn þar sem við höfum kvatt hann með tárum.

Þetta byrjaði með B.O.B.U. sem sé bombu því Snorri fór All-in á fyrstu hendi ef ég man rétt. Gaui tók því svo Snorri féll út strax, en keypti sig svo aftur inn. Þá var ákveðið að rebuy verður framvegis leyft í lágmark 60 mínútur en annars 20 mínútum eftir að fyrsti dettur út.

Nú Gunni var ekkert heppnari þó svo að Svenni hafi ekki verið á staðnum og kláraði hann líka sinn aur mjög fljótt og keypti sig aftur inn. Snorri datt svo út aftur og keypti sig inn.

Gauti fær hins vegar þann heiður að vera fyrstur út á tímabilinu. Gunni varð næstur, svo Haukur B. og loks Snorri.

Mér tókst svo að fá Gauja All-in á móti mér og tók hann út og endaði hann því í 3ja sæti. Það voru því ég og nýliðinn Kriz sem kepptum um sigurinn og peninginn. Það fór allt mjög rólega af stað en svo kom að því að við fórum báðir All-in. Ég með Ás og sjöu á hendi en Kriz með Ás og Kóng. En svo kom floppið og þar var Ás, 10 og eitthvað rusl ef ég man rétt. Svo kom 10 og hér héldum við að einungis sjöa mundi bjarga mér og hún kom og við fórum að ganga frá. Ég tók sigurlaunin og Gaui fór á klósettið og uppgötvaði þar að auðvitað að tvær tíur í borði eru hærri en mínar sjöur svo ég þurfti að skila peningunum til baka hinn fúlasti og við spiluðum til loka, ég auðvitað með bara mjög fá chips eftir. Kriz tók þetta svo á endanum.

Þetta var svekkjandi fyrir mig að vinna og svo ekki vinna. Minnti dálítið á landsfund Framsóknarmanna, en rétt skal vera rétt.

Endilega kíkið á næstu mót. Ég raðaði þessu upp í stafrófsröð og auðvitað má víxla og breyta eftir vild.

19. janúar 2009

Mót á miðvikudaginn

Hverjir ætla sér að mæta á fyrsta mót tímabilsins hjá Gauja núna á miðvikudaginn?

Svenni sigurvegari

3 Pör óskar Svenna til hamingju með yfirburða árangur á því tímabili sem endaði á laugardaginn. Hann gerði sér lítið fyrir og vann lokahófið sem og svo oft áður á tímabilinu.

Annars var lokahófið mjög vel heppnað. Sumir voru fyllri en aðrir og kannski aðeins of fullir en nefnum engin nöfn þar.

Gunni var í öðru sæti þar sem hann mætti oftar en Hlynur og náði ég svo sjálfur að stela 4. sætinu af Gauja á lokakvöldinu.

Frábært tímabil á enda en ég held að næsta tímabil verði jafnvel enn betra.

14. janúar 2009

Lokahóf

Jæja dúddar. Þá fer að líða að þessu. Jakkinn klár og allt að verða tilbúið fyrir lokahófið.

ATH að mæting er til Gauja klukkan 19.15. Þá verða pantaðar Pizzur og Poker spilaður að venju. Hver kemur með sitt bús, en ég er að spá í að splæsa í eina skotflösku til að hafa með. Þessar reglur eru komnar og ég held að þær séu staðfestar nema einhverjir mótmæli:

  • Reglan sem Þrándur kom með... hvernig var hún aftur nákvæmlega???
  • Ef dealer gefur Dauðaspaðann á borðið þá þarf hann að taka eitt staup.
Endilega komið með fleiri.

Hverjir geta svo mætt? Ég mæti 100% og Gaui mætir 100%. Held að Svenni sé alveg 100%, Hlynur kemst að öllum líkindum ekki en aðra veit eg ekki um. Endilega látuð vita hvort þið komist eða ekki.

9. janúar 2009

Kvöld 9

Það var ágætis mæting heima hjá Þrándi á miðvikudaginn. Ásamt gestgjafa var ég, Gaui, Svenni, Haukur bró, Gunni og Snorri. Þetta byrjaði allt nokkuð rólega og leið þónokkur tími áður en einhver datt út. Það var Þrándur sem fyrst datt út og á þeim 20 mínútum sem mátti kaupa sig inn eftir það keyptu Gaui og Snorri sig einu sinni inn.

Nú buyin-ið hans Gauja dugði þó ekki til því hann datt fyrstur út og Snorri fylgdi í kjölfarið. Ég og Þrándur urðum svo næstir út og sátu Haukur bró, Svenni og Gunni eftir að keppa um stigin.

Gunni "óheppni" var alveg einstaklega óheppinn á móti Svenna "súper-heppna". Ég hef aldrei séð heppnari mann í Poker á einu kvöldi. Að fá fullt hús 3svar í röð á krap spil er nú bara met. Svo ofaná það þá fékk hann fullt hús með 7 og 2 á hendi og þar af leiðandi skuldar Gunni Svenna eitt stykki bjór.

Gunni "óheppni" datt því út í 3ja sætinu og bræður börðust um fyrsta sætið. Það gekk nokkuð hratt, því við Þrándur erum svo góðir í að gefa. Nú það þarf varla að segja annað en Svenni "heppni" til að þið vitið hver vann mótið.

Það er talað um meistaraheppni og það var það sem var í gangi á miðvikudaginn því með þessum sigri tryggði Svenni sér titilinn þetta tímabilið og óska ég honum til hamingju með það. Lokakvöldið verður því auðvelt fyrir hann, en ég ætla mér að vinna Gauja og ef Hlynur mætir þá verður hörkubarátta um annað sætið.

Lokakvöldið verður heima hjá Gauja föstudaginn 16. jan klukkan 19.00
Planið er að hafa eitt spil og svo kannski Partýsapil eða eitthvað eftir það.

7. janúar 2009

Poker í kvöld

Annað hvort hjá Þrándi eða Gauja.

4. janúar 2009

Lokahóf

Ég sendi út smá skoðanakönnun fyrir jól eða áramótin og fáir svöruðu en þó 4 með mér. Þar kom í ljós að 75% vildu hafa lokahófið 17. janúar, en þar sem sá dagur er eiginlega frátekinn fyrir afmælisveislu tvöfalds meistara 3ja Para þá finnst mér við ekki geta haft það á þeim degi.

Persónulega finnst mér samt meira gaman að hafa lokamótið á þannig degi að við getum nú drukkið meira en venjulega. Því gætum við haft þetta á föstudegi. 9. eða 16. jan. eða fyrir þrettándaveislu Hjalta laugardaginn 10. jan.

Upp hefur komið uppástunga að lokamótið verði núna á miðvikudaginn. Ef meirihlutinn er hlyntur því þá tek ég því, en eins og fyrr segir fyndist mér meira gaman að hafa þetta á flöskudegi :)

En það þurfa helst flestir toppmennirnir að geta mætt á lokamótið og skemmtilegast að hafa sem flesta. Hlynur segist ekki geta mætt laugardaginn 10. jan, hvað með föstudagana sem um ræðir?

Endilega skrifið hvað ykkur finnst.

Hver er til í að halda mótið núna á miðvikudaginn og hverjir mæta pottþétt (fyrir utan mig)?

Þrándur kom með skemmtilega athugasemd fyrir lokahófið: Hver sá sem tekur út annan mann þarf að drekka einn bjór. Annars er refsing, 100 kr/mín þar til bjórinn er búinn.