17. apríl 2009

Kvöld 7

Mótið var haldið hjá Gauja og er þetta fjölmennasta mót tímabilsins.

Mættir voru: Gaui, Hawk, Haukur B. Kriz, Snorri, Snorri P. Gunni, Silli, Tommi og Svenni.

Nú eins og gefur að skilja þá tók þetta allt saman sinn tíma, en það var ekki bara slegið met í þátttöku heldur var einnig slegið met í rebuy-i eða alls 8 sinnum.

Gunni spilaði djarft þar sem hann þurfti að fara snemma og í lokin gaf hann chipsin sín. Hann fær samt þann heiður að vera “first out” – takk fyrir chipsin.

Nú menn duttu svo út hver af öðrum þar til Kriz, Snorri P. og ég spiluðum um stig og pening.

Snorri P. datt fyrstur út eftir að hafa verið chipleader lengi vel í leiknum. Við Kriz tókum nokkrar hendur og loksins heppnaðist það hjá mér að taka hann út og vinna.

Staðan er því enn að jafnast og ekki nema 2 alvöru kvöld eftir og svo lokahóf.

1 ummæli:

Drekaflugan sagði...

þannig að þetta varð kvöldið þitt eftir allt saman!!
Ég ætla að vona að þú verðir ekki með svona digurbarklega yfirlýsingar ef þú ætlar svo alltaf að standa við þær!!