28. apríl 2009

Poker á morgun - skráning

Á morgun 28. apríl þá er Poker. Hann verður þó ekki fyrr en klukkan 21.00 en STUNDVÍSLEGA verður byrjað klukkan 21:00

Ástæðan er Champions league og væri nú ráð að koma saman og horfa.

Hver vill halda Pokerinn á morgun og hverjir mæta (fyrir utan mig)?

17. apríl 2009

Kvöld 7

Mótið var haldið hjá Gauja og er þetta fjölmennasta mót tímabilsins.

Mættir voru: Gaui, Hawk, Haukur B. Kriz, Snorri, Snorri P. Gunni, Silli, Tommi og Svenni.

Nú eins og gefur að skilja þá tók þetta allt saman sinn tíma, en það var ekki bara slegið met í þátttöku heldur var einnig slegið met í rebuy-i eða alls 8 sinnum.

Gunni spilaði djarft þar sem hann þurfti að fara snemma og í lokin gaf hann chipsin sín. Hann fær samt þann heiður að vera “first out” – takk fyrir chipsin.

Nú menn duttu svo út hver af öðrum þar til Kriz, Snorri P. og ég spiluðum um stig og pening.

Snorri P. datt fyrstur út eftir að hafa verið chipleader lengi vel í leiknum. Við Kriz tókum nokkrar hendur og loksins heppnaðist það hjá mér að taka hann út og vinna.

Staðan er því enn að jafnast og ekki nema 2 alvöru kvöld eftir og svo lokahóf.

14. apríl 2009

Skráning á mót

Já það er Poker á morgun. Ekki gleyma að skrá ykkur… annars verður kannski bara búið að fylla í sætið ykkar af föngulegum berbrjósta gellum… og ekki nennum við því….   eða hvað????

3. apríl 2009

Kvöld 6

poker6Mættir til leiks heima hjá mér voru ásamt mér að sjálfsögðu, Svenni, Haukur B, Gaui, Silli, Gunni, Snorri og Kriz.

Við byrjuðum frekar seint þar sem við máttum ekki missa af Skotum vinna okkur í fótbolta. Góður leikur samt.

Þetta kvöld var eiginlega kvöld ásaparanna. Rocket pocket komu oftar en ekki upp hjá mönnum en ég held að ég hafi verið óheppnastur… var með 10 par á hendi og 10 í borði og fór all in á móti Hauk en hann var þá einmitt með ásapar á hendi og ás í borði. Skelfilega var ég fúll.

Nú nýja borðið reyndist vel. Kriz var þó ekki sáttur við það og ákvað bara þess vegna að detta fyrstur út. Svo datt Gaui út eftir að hafa keypt sig tvisvar inn. Svo fór ég, loks Svenni og svo Haukur B.

Því var ljóst að Snorri var að fá sitt fyrsta stig síðan 16. jan í lokahófinu hjá Gauja.

Snorri tók 3. sæti og svo tók Gunni Silla eftir æsispennandi baráttu hjá Silla. Silli var ekki feiminn við að setja inn chipsana sína þetta kvöldið enda var han lengi vel lang stærstur.

Gunni hefur því tekið forustuna í stigamótinu en það er nú samt fáránlega jafnt enn svo þetta verður skemmtilegur endaspretturinn sem ég ætla að t aka.