5. febrúar 2009

Kvöld 2

Það var haldið af stað uppí sveit með nesti og fullan tank af bensíni. Endastöð var stofuborðið hjá Gunna.

Mættir til leiks sem allir mættu á sama bíl til að spara bensín og umhverfi voru (sko fyrir utan Gunna) Gaui, Gauti, Svenni, Haukur B. og ég.

Þrátt fyrir fáa spilara þá tók spilið nokkuð langan tíma og var ekki búið fyrr en rétt fyrir miðnætti.

Haukur B. keypti sig fyrstu inn og Gaui fylgdi svo í kjölfarið. Svo var lengi spilað en svo kom að því að Gaui datt út. Ég reyndi svo að þrauka inni eins lengi og ég gat en ég kenni lélegri spilamennsku minni um að ég datt svo næstur út.

Svenni, Haukur B. Gunni og Gauti spiluðu svo ansi lengi áður en einhver datt út. Svenni var oft nálægt því en einhverra hluta vegna náði hann alltaf að þrauka inni. En svo kom að því að hann datt út. Gunni datt næstur út og Haukur B og Gauti kepptu um sigursætið. Þeir hafa hvorugur lennt í fyrst sæti. (Gæti þó verið að Gauti hafi náð fyrsta sæti á seasoni 1 eða 2. Upplýsingarar frá þeim tíma eru af skornum skammti)

Gauti var bæði heppinn þegar hann þurfti og spilaði vel þegar hann þurfti. Hann tók því þennan sigur sem hann hafði beðið lengi eftir og fyrir vikið er hann á toppi deildarinnar eftir að hafa mætt bæði kvöldin og með 4 stig.

Staðan er því mjög spennandi í klúbbnum eftir 2 mót eins og sjá má hér hægra megin.

Næsta mót er hjá Gauta eftir 2 vikur.

2 ummæli:

Gauti sagði...

Ég get staðfest að ég hef unnið þónokkrum sinnum áður, getur fundið staðfestingu á því í gömlum pókerbloggfærslum. En þó ekkert á síðasta seasoni svo var ég ekkert með tvö tímbil þar á undan.

-Hawk- sagði...

Já það getur passað. Allavega fyrsti sigurinn í langan tíma... Vel verðskuldaður sigur :D