20. febrúar 2009

Kvöld 3

fjorireinsStaðsetning: Kleppsvegur 50 – Gauti.
Tímasetning: 20.15
Mættir: Gauti, Gaui, Gunni, Haukur B., Hawk, Kriz og Þrándur

Þetta var hörku spilakvöld og tók alveg þónokkurn tíma að fá úrslit. Greinilegt að við erum að verða mjög svo pro í þessu öllusaman.

Gaui var fyrstur að tæma sína peningahrúu svo hann keypti sig inn aftur og Haukur bró gerði einnig það sama stuttu síðar. Haukur bró spilaði svo djarft og datt fyrstur út. Svo duttu þeir koll af kolli Kriz, Gauti og Þrándur. Spilapeningarnir gengu þó furðu vel á milli manna og oftar en ekki duttu menn út með góðar hendur.

Þessi hönd á myndinni gleymist seint, en ég er þó búinn að gleyma hver var með hana og hver var tekinn út í þessu spili :) Tvö neðstu spilin eru tveir fjarkar svo þetta er ferna … góð mynd :)

Ég allavega datt svo út næstur með 1 stig. Gunni og Gaui kepptu því um stigin 4 meðan aðrir spiluðu tennis í Wiiiiii. Það kom svo að því að dró til tíðinda og var það Gaui sem tók sigurinn og það hefur ekki gerst síðan í fyrsta spili á seinasta tímabili.

Staðan er því mjög jöfn eftir 3 kvöld. Einungis 3 stig skilja að 6 efstu menn og því ljóst að þetta verður spennandi tímabil.

1 ummæli:

Drekaflugan sagði...

þetta var gunzo sem fór all-in með fjarka par á móti KJ að mig minnir. Tók Kojak allsvakalega í óæðri endann þar. Annars held ég að ég hafi náð að reka af mér óheppnisstimpilinn þetta kvöldið, því Ás-inn (eða tvíburabróðirinn) var að connecta allsvakalega á floppunum hjá mér :)