20. febrúar 2009

Kvöld 3

fjorireinsStaðsetning: Kleppsvegur 50 – Gauti.
Tímasetning: 20.15
Mættir: Gauti, Gaui, Gunni, Haukur B., Hawk, Kriz og Þrándur

Þetta var hörku spilakvöld og tók alveg þónokkurn tíma að fá úrslit. Greinilegt að við erum að verða mjög svo pro í þessu öllusaman.

Gaui var fyrstur að tæma sína peningahrúu svo hann keypti sig inn aftur og Haukur bró gerði einnig það sama stuttu síðar. Haukur bró spilaði svo djarft og datt fyrstur út. Svo duttu þeir koll af kolli Kriz, Gauti og Þrándur. Spilapeningarnir gengu þó furðu vel á milli manna og oftar en ekki duttu menn út með góðar hendur.

Þessi hönd á myndinni gleymist seint, en ég er þó búinn að gleyma hver var með hana og hver var tekinn út í þessu spili :) Tvö neðstu spilin eru tveir fjarkar svo þetta er ferna … góð mynd :)

Ég allavega datt svo út næstur með 1 stig. Gunni og Gaui kepptu því um stigin 4 meðan aðrir spiluðu tennis í Wiiiiii. Það kom svo að því að dró til tíðinda og var það Gaui sem tók sigurinn og það hefur ekki gerst síðan í fyrsta spili á seinasta tímabili.

Staðan er því mjög jöfn eftir 3 kvöld. Einungis 3 stig skilja að 6 efstu menn og því ljóst að þetta verður spennandi tímabil.

15. febrúar 2009

Poker hjá Gauta á miðvikudag

Já nú verður Pokerinn hjá Gauta.

Hverjir mæta og hverjir mæta ekki?

Veit að Svenni verður á spítala og veit að ég mun mæta.

5. febrúar 2009

Kvöld 2

Það var haldið af stað uppí sveit með nesti og fullan tank af bensíni. Endastöð var stofuborðið hjá Gunna.

Mættir til leiks sem allir mættu á sama bíl til að spara bensín og umhverfi voru (sko fyrir utan Gunna) Gaui, Gauti, Svenni, Haukur B. og ég.

Þrátt fyrir fáa spilara þá tók spilið nokkuð langan tíma og var ekki búið fyrr en rétt fyrir miðnætti.

Haukur B. keypti sig fyrstu inn og Gaui fylgdi svo í kjölfarið. Svo var lengi spilað en svo kom að því að Gaui datt út. Ég reyndi svo að þrauka inni eins lengi og ég gat en ég kenni lélegri spilamennsku minni um að ég datt svo næstur út.

Svenni, Haukur B. Gunni og Gauti spiluðu svo ansi lengi áður en einhver datt út. Svenni var oft nálægt því en einhverra hluta vegna náði hann alltaf að þrauka inni. En svo kom að því að hann datt út. Gunni datt næstur út og Haukur B og Gauti kepptu um sigursætið. Þeir hafa hvorugur lennt í fyrst sæti. (Gæti þó verið að Gauti hafi náð fyrsta sæti á seasoni 1 eða 2. Upplýsingarar frá þeim tíma eru af skornum skammti)

Gauti var bæði heppinn þegar hann þurfti og spilaði vel þegar hann þurfti. Hann tók því þennan sigur sem hann hafði beðið lengi eftir og fyrir vikið er hann á toppi deildarinnar eftir að hafa mætt bæði kvöldin og með 4 stig.

Staðan er því mjög spennandi í klúbbnum eftir 2 mót eins og sjá má hér hægra megin.

Næsta mót er hjá Gauta eftir 2 vikur.

4. febrúar 2009

Poker hjá Gunna ekki Gauta.

Gauti fær miðvikudaginn eftir 2 vikur en í kvöld verðum við hjá Gunna.

3. febrúar 2009

Poker hjá Gauta á morgun

Endilega skráið ykkur á mótið hjá Gauta á morgun. Ég mæti :)

Stundvíslega klukkan 20.00