19. desember 2008

Framhald eftir jólafrí.

Spurning hvernig við höfum þetta eftir áramót. Lokahófið þyrfti helst að vera annaðhvort 10. eða 17. jan. Það er Durgapartý (þrettándagleði) hjá Hjalta þann 10. jan. Við gætum hugsanlega spurt Hjalta hvort við mættum kíkja í það eftir lokamótið en þá þyrfti það að byrja nokkuð snemma. Ef við ætlum að hafa þetta 10. jan þá þarf það að byrja snemma því nokkrir í klúbbnum munu þurfa að fara til Hjalta.

Svo er líka spurning um að halda kannski mót 7. jan og svo lokahófið 17. jan. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að finna útúr og best að fá botn í það sem fyrst.

Svo er einnig spurning hvernig fyrirkomulagið verður. Verða fleiri stig gefin á lokahófinu. Verður hægt að kaupa sig inn lengur o.s.frv.

Látið í ykkur heyra.

2 ummæli:

Drekaflugan sagði...

Ég sting uppá því að við höldum mótið eins og venjulega á miðvikudegi, en mætum aðeins fyrr og reynum að ná tveimur spilum. Getum jafnvel pantað pizzur og haft það rosa huggó...?

Hlynur sagði...

Mér líst vel á tillögu Gunna. Ég kemst ekki 10. janúar og svo verð ég með 30 ára afmælispartý 17. janúar og er ykkur öllum boðið;)

Hlynur