5. mars 2009

Kvöld 4

Staðsetning: Barnónsstígur 31 – Haukur bró.
Tímasetning: 20.00
Mættir: Haukur bró, Gaui, Gunni, Hawk, Svenni, Óli (vinur Gunna), Tommi (vinur Gauja) og Silli (gamall klúbbfélagi).


pokerJá þetta var hörkukvöld. Góð mæting, en þó datt ég snemma út svo ég get ekki alveg fjallað um kvöldið sjálft þar sem ég fór heim eftir að ég datt út.

Það allvega kom upp þessi hönd sem sést á myndinni. Tveir voru með ásapar á hendi, auðvitað man ég ekkert hvaða tveir það voru, enda aldrei verið góður í að muna Poker atvik.
Tókst heldur ekki betur til að taka mynd af höndinni en að ég tók stutt video af henni og því er þetta skot ansi óskýrt. (Þó skárri en myndin frá kvöldi 3).

Svenni, Gaui og Tommi keyptu sig allir inn, en það dugði þeim ekki til að klára spilið. Tommi datt fyrstur út síðan Svenni, loks ég og þá Gaui.

Haukur bró. datt fljótlega út eftir það og þá voru 3 eftir. Gunni datt næstur út og fékk því eitt stig og því ljóst að tveir efstu menn voru tveir sem höfðu engin stig. Óli vann og Silli varð annar.

Stigin eru því orðin enn jafnari en áður og alls 8 manns sem eru með frá 5 stigum niður í 2 stig og þar er núverandi meistari ekki talinn með því hann er enn með 0 stig.

1 ummæli:

Drekaflugan sagði...

Það voru ég og Gaui sem háðu taugastrekkjandi baráttu á ansi opnu borði. Vorum bara sáttir með split pot að ég held.
En hvað er þetta með þessa 1st timers, þeir virðast undantekningarlaust sigra!!