27. desember 2008

Logo

Var að leika mér að búa til logo. Hvernig líst ykkur á?

19. desember 2008

Framhald eftir jólafrí.

Spurning hvernig við höfum þetta eftir áramót. Lokahófið þyrfti helst að vera annaðhvort 10. eða 17. jan. Það er Durgapartý (þrettándagleði) hjá Hjalta þann 10. jan. Við gætum hugsanlega spurt Hjalta hvort við mættum kíkja í það eftir lokamótið en þá þyrfti það að byrja nokkuð snemma. Ef við ætlum að hafa þetta 10. jan þá þarf það að byrja snemma því nokkrir í klúbbnum munu þurfa að fara til Hjalta.

Svo er líka spurning um að halda kannski mót 7. jan og svo lokahófið 17. jan. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að finna útúr og best að fá botn í það sem fyrst.

Svo er einnig spurning hvernig fyrirkomulagið verður. Verða fleiri stig gefin á lokahófinu. Verður hægt að kaupa sig inn lengur o.s.frv.

Látið í ykkur heyra.

Kvöld 8

Það var ótrúlega góð mæting á miðvikudaginn. Alls voru 8 að spila og þar sem það var byrjað í seinna lagi og margir að spila þá dróst þetta fram eftir kvöldi. Ég sjálfur datt snemma út svo ég náði ekki að fylgjast með lokaspennunni en í stuttu máli þá vann Þrándur. Haukur bró í 2. sæti og Svenni jók forskot sitt með því að ná í 1 stig.

Næsta mót er áætlað 7. janúar en ég ætla einmitt að senda út skoðanakönnun til ykkar þar sem við getum planað lokamótið og hvort það verði eitt mót fyrir lokamótið eða ekki.

16. desember 2008

Skráning í mót 17. des

Póker heima hjá Gauja á morgun klukkan 21.00. ATH mæting ekki seinna en 20.45

Skráið ykkur í commentkerfið.

5. desember 2008

Kvöld 7

Já kominn tími til að uppfæra stigin og svona.

Þetta var þrælskemmtilegt kvöld sem var fullt af heppni og óheppni. Ég var eiginlega dottin út tvisvar en alltaf tókst mér með heppni að halda mér inni. Gunni var ekki eins heppinn og tapaði aftur og aftur á river-cardi.

Hlynur endaði númer 3, ég númer 2 og Svenni vann enn og aftur og er nú kominn með ansi gott forskot. En þetta er nú ekki búið enn.

Nú er spurning hvar næsta kvöld verður. Hugmynd kom upp um að Þrándur mundi halda það ef hann gæti en hann á sjálfur eftir að samþykkja það. Hvað segir þú Þrándur?