14. maí 2009

Kvöld 9

Já ég ætla nú ekki fjalla mikið um mótið sjálft. Mættir voru ásamt gestgjafanum Hauk B; ég, Svenni, Gunni, Gaui, Jói, Kriz, Silli og Snorri.

Klukkan er margt og um meira mikilvægt að skrifa en hvernig þetta gekk allt fyrir sig. Í stuttu máli þá varð Gunni í 3. sæti, Svenni í 2. sæti og Haukur B. tók þetta.

Þetta þýðir í raun það að á miðvikudaginn eftir viku að þá geta tæknilega séð 4 menn unnið tímabilið. Það er þó ólíklegt að ég nái því, en það er þó möguleiki. Líklegast er að Gunni, Kriz eða Haukur B. vinni þetta og gaman að því hvað þetta er jafnt á lokasprettinum

Það sem þarf þó að ræða er hvernig við leysum það ef að tveir eða fleiri verða með jafn mörg stig eftir spilið á miðvikudaginn kemur. Allir að leggja höfðuð í bleyti.

Tillögur þegar komnar fram:
- Sá vinnur sem fleiri mót hefur unnið á tímabilinu. Ef það er jafnt, hvor hefur þá oftar lennt í 2. sæti og svo koll af kolli.
- Að þeir sem eru jafnir að stigum í lokin spili annað spil til að sjá hver tekur titilinn.

Emdilega að koma með fleiri tillögur eða að styðja þessar hér að ofan. Hvor er betri og sanngjarnari?

12. maí 2009

Skráning á mót

Veit ekki af hverju ég er að skrifa þetta því það skráir sig engin lengur á mót

Allavega þá er hér möguleiki til þess. Mótið er á morgun hjá einhverjum… hver vill halda það? Ekki eins og einhver svari því hér… les þetta nokkur maður spyr ég bara

Allavega þá er ég langbesti Pokerspilarinn af ykkur öllum

Hver ætlar að mæta?